Bitist um Valsheimilið 15. september 2004 00:01 KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira