Stál í stál 21. september 2004 00:01 Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verkfall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröfum sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kennara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkissáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kennara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kennara og launanefndarinnar. "Samningstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðarminna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stéttir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfirvinnu. "Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira