Aðför að stéttarfélögum landsins 21. september 2004 00:01 Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. Samningurinn er gerður í trássi við vilja samtaka sjómanna en með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjómennirnir ganga úr verkalýðsfélögum sínum og nýja útgerðarfélagið verður ekki í LÍÚ. Samkvæmt samningnum verða færri í áhöfn en á sambærilegum skipum og ekki verður lengur þrjátíu klukkustunda hafnarfrí við hverja löndun heldur verður haldið út strax að löndun lokinni. Á móti á svonefnd skiptiáhöfn að tryggja að hver skipverji fái sjö daga frí á hverju þrjátíu daga tímabili. Þannig verða ávallt tólf í áhöfn og sex í landi. Hvert kauptryggingatímabil verður framvegis almanaksmánuður en ekki hver veiðiferð. Um hver mánaðamót verður greitt upp í væntanlegan hlut og lokauppgjör gert innan hálfs mánaðar. Bæði áhöfnin og talsmenn Brims segjast sjá ávinning af þessu samkomulagi, meðal annars vegna þess að togarinn geti stundað veiðar í mun fleiri daga á ári en ella þannig að tekjur verði meiri. Verið er að búa togarann til ísfiskveiða og á hann að láta úr höfn eftir fáeina daga. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að málið snúist um miklu meira en þessa einu áhöfn og að sér lítist ekki á blikuna. „Hvar eru stéttarfélög í landinu stödd ef vinnuveitendur ætla að fara í að brjóta niður verkalýðshreyfinguna?“ spyr Sævar. „Þetta er aðför að stéttarfélögunum, að vörn verkafólksins fyrir sínum kjörum. Í samningnum er hvergi minnst á lífeyrisréttindi sem allir hafa samið um á almenna markaðinum, nema sjómenn,“ segir Sævar. Sævar segir að það eina sem Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður sé að gera fyrir sjómenn með þessum samningi sé að ef þeir geri samning eins og honum þóknist, þá megi þeir veiða eins mikið af kvóta og þeir geti. Spurður hvort það séu slæm skipti spyr Sævar á móti hvort kvótinn eigi að vera á kvótaeign útgerðarmanna til að versla með gagnvart kjarasamningum. Sævar segist ekki vilja lýsa yfir neinum aðgerðum í málinu „ . . . en siðferðið hjá þessum ágæta manni er alveg niðri í rassgati,“ segir Sævar. Hægt er að hlusta á viðtal við Sævar Gunnarsson, formann Sjómannasambandsins, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira