Gremja í garð Jóns Steinars 21. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson og Magnús Thoroddsen. Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira