Tíska og hönnun

Förðunarkeppni No Name

Förðunarskóli No Name hélt förðunarkeppni í annað sinn um síðustu helgi. Keppt var í fimm flokkum; þrem flokkum meistara, Smoky-förðun, tískuförðun og tímabilaförðun, einum flokki nemenda í frjálsri förðun og einum flokki unglinga þrettán til sextán ára þar sem þemað var framtíðin.

Keppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind en auk sýningarinnar stóð No Name fyrir ýsmum uppákomum. Til dæmis sýndi Sif Guðmundsdóttir, förðunarmeistari og kennari hjá förðunarskóla No Name leikhúsförðun í átjándu aldar stíl og Dísa í Hárný sýndi fantasíuhárgreiðslu.

Sigurvegarar voru valdir í hverjum flokki fyrir sig. Magnea Lára Elínardóttir varð fyrir valinu í tímabilaförðun, Anna Sigfríður Reynisdóttir í tískuförðun, Alda Harðardóttir í Smoky-förðun, Ragnheiður Bjarnadóttir í Nemendaflokki og Rósa Sigurðardóttir í unglingaflokki. Sigurvegarar í flokkum meistara og nemenda hlutu utanlandsferð að launum með Iceland Express en sigurvegari í unglingaflokki hlaut að launum fullt förðunarnámskeið hjá Förðunarskóla No Name. Allir sigurvegarar fengu að auki glæsilegan gjafapakka frá snyrtistofunni Helenu fögru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.