Innlent

Kynnti stefnu stjórnvalda

Íslendingar leggja áherslu á fjögur málefni á 59. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðununum, kynnti stefnu Íslands fyrir fastanefndum þingsins í gær og fyrradag. Í fyrsta lagi leggja íslensk stjórnvöld áherslu á vernd barna fyrir ofbeldisverkum, í öðru lagi á vetnissamfélagið og samstarf um vatnsveitur, í þriðja lagi á baráttuna gegn hryðjuverkum og í fjórða lagi á upplýsingasamfélagið og eflingu þess í þróunarríkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×