Samkeppnisyfirvöld gagnrýnd 20. október 2004 00:01 Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira