Besta fjárfestingin 29. júní 2004 00:01 Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston University og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið umbreytti mér bókstaflega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skólagjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Ameríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á framabraut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á vissan hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlutum heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á." Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jóhanna Jónas fjárfesti í sjálfri sér fyrir átján árum og hefur aldrei iðrast þess. "Besta fjárfestingin sem ég hef gert var leiklistarnámið sem ég fór í til Bandaríkjanna. Skólinn hét School for the Arts at Boston University og það var blómsturupplifun að vera í þessum skóla í fjögur ár. Námið umbreytti mér bókstaflega og það myndaðist alveg splunkuný manneskja. Skólagjöldin voru svakalega há en ég fékk styrk frá skólanum og tók svo námslán sem ég er enn að borga og verð alla ævi. En ég borga af þeim með glöðu geði því þessi menntun er mér svo dýrmæt. Ég fékk alls konar skemmtilega vinnu í framhaldi af náminu, lék í sápuóperu í Ameríku og á sviði í New York og Los Angeles og svo hef ég fengið fjöldann allan af spennandi verkefnum hér á Íslandi eftir að ég kom heim. Ég er til dæmis núna að leika í söngleiknum Á framabraut en skólinn þar er ekki ólíkur skólanum sem ég fór í. Ég leik skólastýruna svo það er hægt að segja að ég sé komin í hring á vissan hátt. Fjárfestingin hefur ekki bara skilað sér í veraldlegum hlutum heldur í ótrúlegum þroska og lífsreynslu, því dýrmætasta sem ég á."
Fjármál Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira