Viðskipti innlent

Tveggja milljarða tap á ríkissjóði

Heildartekjur ríkissjóðs námu tæpum 67 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt Hagstofu Íslands, sem birtir nú í fyrsta sinn samandregið talnaefni yfir fjármál ríkis og sveitarfélaga á rekstrargrunni innan ársins, en ekki eingöngu árstölur eins og verið hefur. Rekstrargjöld og fjárfestingar ríkisins voru 68.282 milljarðar króna og var tekjujöfnuður því neikvæður um 1,3 milljarða króna. Tekjur sveitarfélaganna voru rúmir 21 milljarður króna og rekstrargjöld og fjárfestingar námu 21.991 milljarði. Tekjujöfnuður sveitarfélaga var því neikvæður um 0,6 milljarða. Tekjujöfnuður hins opinbera í heild var neikvæður um tvo milljarða króna eða 2,2% af tekjum þeirra á fyrsta ársfjórðungi. Talnaefni þetta, sem byggir á bráðabirgðatölum frá Fjársýslu ríkisins og sveitarfélögum, er meðal annars unnið vegna þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á sig í tengslum við EES-samninginn. Upplýsingarnar munu einnig koma innlendum stjórnvöldum að gagni við mat á hagþróun innan ársins. Tölurnar frá sveitarfélögunum byggja á úrtaki 7 sveitarfélaga með 50% íbúafjöldans og hefur það úrtak verið fært upp til heildar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×