Vill nánari samvinnu við ESB 8. ágúst 2004 00:01 Íslendingar og Norðmenn hafa lýst því yfir að þeir munu taka meiri þátt í starfi Evrópusambandsríkjanna á Norðurlöndunum og Balkanskaga, að því er Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð í gær. "Svíar, Norðmenn og Finnar halda reglulega fundi með þeim balknesku ríkjum sem eru í Evrópusambandinu og viljum við gjarnan koma meira að því til að fylgjast betur með því sem þar fer fram. Enda liggur það ljóst fyrir að þeir sem eru í ESB nú þegar vilja hafa okkur með og telja styrk af því," sagði hann. "Það kom mjög skýrt fram hjá Dönum og Svíum að þeir telja að Evrópusambandið sé ekki að þróast inn í sambandsríki heldur sé það að þróast sem stofnun þar sem sjálfstæð ríki vinna saman. Eftir því sem ríkin hafa orðið fleiri þeim mun minni líkur séu á því að Evrópusambandið muni þróast í þá átt," sagði Halldór. Halldór sagði fund norrænu forsætisráðherranna hafa heppnast vel. Áhersla hafi verið lögð á að styrkja norrænt samstarf og jafnframt að auka samstarfið við Eystrasaltslöndin og bjóða þeim að taka þátt í ýmsum norrænum stofnunum. "Við ræddum einnig vandamál sem hafa komið upp vegna lægri skattlagningu á áfengi. Fulltrúar landanna sem eru í ESB sögðust mundu vinna að því að skerpa betur sameiginlega sýn ESB á þessi mál," segir Halldór. Hann býst við að það verði erfiður róður vegna ólíkra viðhorfa landanna gagnvart áfengi. "Danir og Svíar útiloka það ekki að þeir muni þurfa að lækka skatt á áfengi enn frekar. Það er pressa á okkur á Íslandi að gera hið sama, sérstaklega frá ferðaiðnaðinum. Ég held að við stöndum frammi fyrir því að þurfa að ganga eitthvað í þá átt," segir Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslendingar og Norðmenn hafa lýst því yfir að þeir munu taka meiri þátt í starfi Evrópusambandsríkjanna á Norðurlöndunum og Balkanskaga, að því er Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð í gær. "Svíar, Norðmenn og Finnar halda reglulega fundi með þeim balknesku ríkjum sem eru í Evrópusambandinu og viljum við gjarnan koma meira að því til að fylgjast betur með því sem þar fer fram. Enda liggur það ljóst fyrir að þeir sem eru í ESB nú þegar vilja hafa okkur með og telja styrk af því," sagði hann. "Það kom mjög skýrt fram hjá Dönum og Svíum að þeir telja að Evrópusambandið sé ekki að þróast inn í sambandsríki heldur sé það að þróast sem stofnun þar sem sjálfstæð ríki vinna saman. Eftir því sem ríkin hafa orðið fleiri þeim mun minni líkur séu á því að Evrópusambandið muni þróast í þá átt," sagði Halldór. Halldór sagði fund norrænu forsætisráðherranna hafa heppnast vel. Áhersla hafi verið lögð á að styrkja norrænt samstarf og jafnframt að auka samstarfið við Eystrasaltslöndin og bjóða þeim að taka þátt í ýmsum norrænum stofnunum. "Við ræddum einnig vandamál sem hafa komið upp vegna lægri skattlagningu á áfengi. Fulltrúar landanna sem eru í ESB sögðust mundu vinna að því að skerpa betur sameiginlega sýn ESB á þessi mál," segir Halldór. Hann býst við að það verði erfiður róður vegna ólíkra viðhorfa landanna gagnvart áfengi. "Danir og Svíar útiloka það ekki að þeir muni þurfa að lækka skatt á áfengi enn frekar. Það er pressa á okkur á Íslandi að gera hið sama, sérstaklega frá ferðaiðnaðinum. Ég held að við stöndum frammi fyrir því að þurfa að ganga eitthvað í þá átt," segir Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira