Vill að Ísland gangi í ESB 8. ágúst 2004 00:01 Það er afar mikilvægt fyrir hin Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið," sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði í gær. "Þegar kemur að því að taka ákvarðanir innan ESB skiptir stærð landsins engu máli, heldur það hve margir þeirra sem taka þátt í ákvörðunarferlinu eru sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar eru á margan hátt líkar. Okkur er umhugað um jafnrétti kynjanna, umhverfismál og velferðarkerfið og við erum framfarasinnuð. Það er mikilvægt fyrir alla Evrópu að fleiri styðji þessa stefnu. Við þurfum á Íslendingum og Norðmönnum að halda í Evrópusambandinu," sagði Persson. Persson tók vel í hugmynd sem Össur Skarphéðinsson lagði fram á fundi formanna félaga norrænna jafnaðarmanna í gær, um að sérstakri fiskveiðistjórnun yrði komið á í Norður-Atlantshafi til verndar hagsmunum Íslendinga. "Við þurfum að láta reyna á það hvernig hugmyndinni verður tekið innan Evrópusambandsins. Við þurfum að kynna hana vel fyrir öðrum Evrópusambandsríkjum og leita eftir stuðningi við hana. Þetta er áræðin hugmynd, við erum ekki á móti þessu, en það verður ekki auðvelt að fá þetta í gegn," segir Persson. Spurður hversu mikil áhrif Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafi innan Evrópusambandsins varðandi fiskveiðistjórnun segir Persson að þau hafi ekki verið meðal landa sem hafi haft þessi mál í forgrunni. "Við höfum þó töluverð áhrif því við eigum fjölda vina í Evrópusambandinu. Við höfum góð sambönd og við gætum sannfært marga um að standa að baki tillögu sem þessari," segir Persson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Það er afar mikilvægt fyrir hin Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið," sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði í gær. "Þegar kemur að því að taka ákvarðanir innan ESB skiptir stærð landsins engu máli, heldur það hve margir þeirra sem taka þátt í ákvörðunarferlinu eru sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar eru á margan hátt líkar. Okkur er umhugað um jafnrétti kynjanna, umhverfismál og velferðarkerfið og við erum framfarasinnuð. Það er mikilvægt fyrir alla Evrópu að fleiri styðji þessa stefnu. Við þurfum á Íslendingum og Norðmönnum að halda í Evrópusambandinu," sagði Persson. Persson tók vel í hugmynd sem Össur Skarphéðinsson lagði fram á fundi formanna félaga norrænna jafnaðarmanna í gær, um að sérstakri fiskveiðistjórnun yrði komið á í Norður-Atlantshafi til verndar hagsmunum Íslendinga. "Við þurfum að láta reyna á það hvernig hugmyndinni verður tekið innan Evrópusambandsins. Við þurfum að kynna hana vel fyrir öðrum Evrópusambandsríkjum og leita eftir stuðningi við hana. Þetta er áræðin hugmynd, við erum ekki á móti þessu, en það verður ekki auðvelt að fá þetta í gegn," segir Persson. Spurður hversu mikil áhrif Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafi innan Evrópusambandsins varðandi fiskveiðistjórnun segir Persson að þau hafi ekki verið meðal landa sem hafi haft þessi mál í forgrunni. "Við höfum þó töluverð áhrif því við eigum fjölda vina í Evrópusambandinu. Við höfum góð sambönd og við gætum sannfært marga um að standa að baki tillögu sem þessari," segir Persson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira