Vill að Ísland gangi í ESB 8. ágúst 2004 00:01 Það er afar mikilvægt fyrir hin Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið," sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði í gær. "Þegar kemur að því að taka ákvarðanir innan ESB skiptir stærð landsins engu máli, heldur það hve margir þeirra sem taka þátt í ákvörðunarferlinu eru sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar eru á margan hátt líkar. Okkur er umhugað um jafnrétti kynjanna, umhverfismál og velferðarkerfið og við erum framfarasinnuð. Það er mikilvægt fyrir alla Evrópu að fleiri styðji þessa stefnu. Við þurfum á Íslendingum og Norðmönnum að halda í Evrópusambandinu," sagði Persson. Persson tók vel í hugmynd sem Össur Skarphéðinsson lagði fram á fundi formanna félaga norrænna jafnaðarmanna í gær, um að sérstakri fiskveiðistjórnun yrði komið á í Norður-Atlantshafi til verndar hagsmunum Íslendinga. "Við þurfum að láta reyna á það hvernig hugmyndinni verður tekið innan Evrópusambandsins. Við þurfum að kynna hana vel fyrir öðrum Evrópusambandsríkjum og leita eftir stuðningi við hana. Þetta er áræðin hugmynd, við erum ekki á móti þessu, en það verður ekki auðvelt að fá þetta í gegn," segir Persson. Spurður hversu mikil áhrif Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafi innan Evrópusambandsins varðandi fiskveiðistjórnun segir Persson að þau hafi ekki verið meðal landa sem hafi haft þessi mál í forgrunni. "Við höfum þó töluverð áhrif því við eigum fjölda vina í Evrópusambandinu. Við höfum góð sambönd og við gætum sannfært marga um að standa að baki tillögu sem þessari," segir Persson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Það er afar mikilvægt fyrir hin Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið," sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði í gær. "Þegar kemur að því að taka ákvarðanir innan ESB skiptir stærð landsins engu máli, heldur það hve margir þeirra sem taka þátt í ákvörðunarferlinu eru sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar eru á margan hátt líkar. Okkur er umhugað um jafnrétti kynjanna, umhverfismál og velferðarkerfið og við erum framfarasinnuð. Það er mikilvægt fyrir alla Evrópu að fleiri styðji þessa stefnu. Við þurfum á Íslendingum og Norðmönnum að halda í Evrópusambandinu," sagði Persson. Persson tók vel í hugmynd sem Össur Skarphéðinsson lagði fram á fundi formanna félaga norrænna jafnaðarmanna í gær, um að sérstakri fiskveiðistjórnun yrði komið á í Norður-Atlantshafi til verndar hagsmunum Íslendinga. "Við þurfum að láta reyna á það hvernig hugmyndinni verður tekið innan Evrópusambandsins. Við þurfum að kynna hana vel fyrir öðrum Evrópusambandsríkjum og leita eftir stuðningi við hana. Þetta er áræðin hugmynd, við erum ekki á móti þessu, en það verður ekki auðvelt að fá þetta í gegn," segir Persson. Spurður hversu mikil áhrif Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafi innan Evrópusambandsins varðandi fiskveiðistjórnun segir Persson að þau hafi ekki verið meðal landa sem hafi haft þessi mál í forgrunni. "Við höfum þó töluverð áhrif því við eigum fjölda vina í Evrópusambandinu. Við höfum góð sambönd og við gætum sannfært marga um að standa að baki tillögu sem þessari," segir Persson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira