Skammarlegt fyrir ríkisstjórnina 12. september 2004 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir skammarlegt ef ríkisstjórnin ætli að láta öryrkja draga sig í fjórða sinn fyrir dómstóla vegna vanefnda á samningum. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að ekki væri gert ráð fyrir frekari framlögum til öryrkja vegna samnings stjórnvalda við þá fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann sagðist líta svo á að samkomulagið væri að fullu efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagðist í dag ekki ætla að ræða þessi ummæli forsætisráðherra enda liti hann svo á að hann væri bundinn trúnaði um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði þó að fjallað væri um málefni öryrkja með margvíslegum hætti í fjárlagafrumvarpinu og fjáraukalögum. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur lýst því yfir að ef ekki sé gert ráð fyrir fullum efndum á fjárlögum verði því svarað með málsókn. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður spyr sig hvort sjálfstæðismenn muni áfram ráða ferðinni í öllum málum eftir að Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu. Hún kveðst ekki trúa því fyrr en á reyni að ráðherrarnir ætli að leggjast svo lágt að svíkja þetta kosningaloforð. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Jóhann segir ríkisstjórnina hafa lafað saman á samkomulaginu sem hún gerði við Öryrkjabandalagið fyrir kosningarnar í fyrra því fyrir lá að öryrkjar ætluðu að láta í sér heyra. Það gerðu þeir hins vegar ekki vegna samkomulagsins. Hún segist heldur ekki trúa því að þingmenn Framsóknarflokksins ætli ekki að standa við bak heilbrigðisráðherra í þessu máli. „Maður spyr auðvitað í hvers lags þjóðfélagi maður býr þegar öryrkjar þurfa í fjórða sinn á stuttum tíma að leita réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Jóhanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir skammarlegt ef ríkisstjórnin ætli að láta öryrkja draga sig í fjórða sinn fyrir dómstóla vegna vanefnda á samningum. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að ekki væri gert ráð fyrir frekari framlögum til öryrkja vegna samnings stjórnvalda við þá fyrir síðustu alþingiskosningar. Hann sagðist líta svo á að samkomulagið væri að fullu efnt. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagðist í dag ekki ætla að ræða þessi ummæli forsætisráðherra enda liti hann svo á að hann væri bundinn trúnaði um fjárlagafrumvarpið. Hann sagði þó að fjallað væri um málefni öryrkja með margvíslegum hætti í fjárlagafrumvarpinu og fjáraukalögum. Formaður Öryrkjabandalagsins hefur lýst því yfir að ef ekki sé gert ráð fyrir fullum efndum á fjárlögum verði því svarað með málsókn. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður spyr sig hvort sjálfstæðismenn muni áfram ráða ferðinni í öllum málum eftir að Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu. Hún kveðst ekki trúa því fyrr en á reyni að ráðherrarnir ætli að leggjast svo lágt að svíkja þetta kosningaloforð. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum. Jóhann segir ríkisstjórnina hafa lafað saman á samkomulaginu sem hún gerði við Öryrkjabandalagið fyrir kosningarnar í fyrra því fyrir lá að öryrkjar ætluðu að láta í sér heyra. Það gerðu þeir hins vegar ekki vegna samkomulagsins. Hún segist heldur ekki trúa því að þingmenn Framsóknarflokksins ætli ekki að standa við bak heilbrigðisráðherra í þessu máli. „Maður spyr auðvitað í hvers lags þjóðfélagi maður býr þegar öryrkjar þurfa í fjórða sinn á stuttum tíma að leita réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Jóhanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira