Leikir eru frískandi 27. júlí 2004 00:01 "Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. "Ég er meira í svona yndislega asnalegum leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sínum. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim," segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og myndbandið við það er einmitt íþróttamyndband. "Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin," segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. "Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tónleikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljómsveitir eins og Linkin Park eru með súrefniskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis," segir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. "Ég hugsa ekki um mataræðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngdinni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur," segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. "Ég er meira í svona yndislega asnalegum leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sínum. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim," segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og myndbandið við það er einmitt íþróttamyndband. "Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin," segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. "Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tónleikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljómsveitir eins og Linkin Park eru með súrefniskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis," segir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. "Ég hugsa ekki um mataræðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngdinni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur," segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira