Innlent

Ekki sannfærðir um auglýsingabann

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í allsherjarnefnd Alþingis er ekki viss um að rétt sé að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. "Ég hallast nú að því að þetta eigi að vera í frjáslyndari kantinum að því gefnu að þetta sé ekki miðað að börnum. En ég treysti fullorðnu fólki til að höndla áfengisauglýsingar eins og flest annað," segir Ágúst Ólafur. Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, segir ljóst að ekki sé farið eftir gildandi banni við áfengisauglýsingum í íslenskum fjölmiðlum eins og sjá megi á bjórauglýsingum í blöðum. Hann telur koma til greina að taka bannið til endurskoðunar með það í huga að aflétta auglýsingabanninu. "Ég er nú ekkert viss um að þetta bann skili þeim árangri sem því er ætlað að ná sérstaklega vegna þess að við höfum aðgang að erlendum fjömiðlum; blöðum tímaritum og sjónvarpsstöðvum þar sem þetta er leyft. Það er svolítið skrýtið að hafa þetta auglýsingafé af íslensku fjölmiðlunum," segir Sigurður Kári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×