Innlent

Bitist um formannssæti Heimdallar

Tveir ætla að bítast um formannsstólinn í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Helga Árnadóttir gæti verið annar kvenkynsformaðurinn í sögu félagsins, en Bolli Thoroddsen segir Heimdall klíku örfárra sem breyti reglum eins og hentar. Kosið verður til formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardag eftir viku. Aðdragandi síðustu kosninga var mjög umdeildur þar sem 1100 nýskráðir flokksfélagar fengu ekki að kjósa þar sem stjórnin hélt því fram að þeim hefði verið smalað í flokkinn eingöngu til að styðja Bolla Thoroddsen einn frambjóðandann. Bolli dró þá framboð sitt til baka en bíður sig nú fram á ný ásamt Helgu Árnadóttur. Nái Helga kjöri verður hún önnur konan til að gegna formannsembættinu í 77 ára sögu félagsins. Bolli segir að breytinga sé þörf í Heimdalli þar sem hann sé klíka örfárra þar sem völd gangi í erfðir og reglum breytt svo stjórninni henti. Hann segir mikilvægt að endurnýja og breyta og vonast eftir heiðarlegri kosningabaráttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×