Reynslulausir í spillingarmálum 2. september 2004 00:01 Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Létta ætti á sönnunarbyrði í spillingarmálum svo auðvelda megi rannsóknarvinnu og auka heimildir til að gera gögn upptæk, segir í nýrri skýrslu Greco, ríkjahóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu. Afar lítil spilling viðgengst á Íslandi en um leið skortir opinbera starfsmenn á öllum sviðum reynslu í baráttunni gegn spillingu. Þó búa Íslendingar að langri hefð fyrir alþjóðlegum viðskiptum og eru því viðkvæmir fyrir áhættunni vegna glæpastarfsemi er þeim tengist. Í skýrslunni segir að áhersla hafi verið lögð á umbætur í opinberri stjórnsýslu á Íslandi undanfarin ár. Til vitnis um það eru ný lög sem sett voru í því skyni að auka skilvirkni í kjölfar aukinnar einkavæðingar opinberra stofnana. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur þróunin verið í átt til einkavæðingar ríkisstofnana og meiri samvinnu milli einkageirans og hins opinbera, til að mynda með útboðum. Starfshópurinn bendir á að þessi þróun hafi sérstæðar afleiðingar á Íslandi í ljósi smæðar samfélagsins, mikillar valddreifingar og hættunnar á því að störfum sé úthlutað til skyldmenna. Nú þegar er til staðar nokkuð heildstæður lagarammi sem tekur á flestum þáttum spillingar. Þó er bent á að á Íslandi séu ekki til staðar sérstakar siðareglur sem miði að því að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og lagt er til að úr því verði bætt. Setja ætti skýrar reglur um hagsmunaárekstra, svo sem varðandi móttöku gjafa, og eru til að mynda engar reglur sem segja að gefa þurfi það upp ef opinber starfsmaður þiggur gjafir. Einnig gætu hagsmunaárekstrar átt sér stað þegar opinberir starfsmenn skipta um störf og fara inn í einkageirann. Í mörgum tilfellum er hætta á því að upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur viðað að sér í starfi séu misnotaðar almenningi í óhag. Þá þykir nefndinni ástæða til að benda á að engar skyldur hvíli á opinberum starfsmönnum varðandi tilkynningu á brotum sem þeir verða vitni að í starfi. Ekki eru heldur til reglur sem veita þeim sem tilkynnir slíkt brot viðunandi vernd. Greco beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að bætt verði fyrir lok næsta árs úr þeim ágöllum sem bent er á í skýrslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira