Karlkonur í stjórnmálum 2. september 2004 00:01 Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Elsa B.Friðfinnsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra spyr hvort karlkonur í Framsóknarflokknum, eins og hún orðar það, séu nú að afneita í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Tilefnið er jafnréttisumræðan sem spannst vegna uppstokkunar í ríkisstjórninni. "Framsóknarkonur hafa sannarlega hleypt lífi í jafnréttisumræðuna undanfarnar vikur. Umræðan hefur mestan partinn verið gagnleg og heiðarleg. Einstaka “strákhvolpar” hafa reyndar tranað sér fram með hjáróma gelti sem hvorki er mark á takandi né svaravert, " segir Elsa Friðfinnsdóttir í pistli sínum á heimasíðu Landssambands framsóknarkvenna. Þá segir Elsa að viðbrögð og innlegg örfárra kvenna hafi hins vegar valdið sér nokkru hugarangri og orðið til þess að hún rifjaði upp rannsóknir og skrif fræðimanna um konur sem minnihlutahóp í karlaheimi. "Þegar fjallað er um baráttu kvenna fyrir völdum, hvort sem er í hefðbundnum stjórnunarstöðum eða í stjórnmálum, er konum oft líkt við minnihlutahópa eins og þeldökka, hópa sem hafa verið undirokaðir öldum saman. Þegar einstaklingar úr slíkum hópum reyna að komast að kjötkötlunum, komast í stöður hvítra, kemur fram athygliverð tilhneiging. Hinn undirokaði reynir að tileinka sér gildi og framkomu þess sem valdið hefur og reynir jafnframt að fjarlægja sig þeim hópi sem hann sannarlega kemur úr. Þannig fer hinn þeldökki að reyna að tileinka sér talmál þess hvíta, hegðun og alla hætti. Reyndin verður oft sú að þegar fram líða stundir á viðkomandi í raun hvergi heima, hann er búinn að aðskilja sig frá uppruna sínum en verður aldrei einn af hinum," segir Elsa Friðfinnsdóttir. Þá segir hún að því hafi verið haldið fram að sambærileg staða komi gjarnan upp þegar konur reyni fyrir sér í störfum sem að stærstum hluta hafi verið setnar körlum. Eigi það bæði við um hefðbundnar stjórnunarstöður og í stjórnmálum. "Það er nú einu sinni þannig að konur sem ná langt í stjórnmálum komast gjarnan þangað fyrir tilstilli kvenna, þ.e. þær höfða til kvenkynskjósenda og jafnréttissinnaðra karlmanna í kosningabaráttunni og ná þannig inn í þann heim sem hefur verið að lang mestu leyti verið skipaður körlum. Þegar inn í þennan heim er komið þurfa þær síðan að taka þátt í allt annars konar leik en þær eru vanar - leik þar sem samkeppni ríkir - leik þar sem takmarkað traust ríkir milli samherja því þeir eru jú í innbyrðis samkeppni um vegtyllur - leik þar sem eins dauði er annars brauð - leik þar sem tilfinningarök eru talin léttvæg – og svona mætti áfram telja. Til að lifa af í þessum heimi hafa konurnar tilhneigingu til að samsama sig körlunum, temja sér hugsun þeirra og starfshætti, verða einhvers konar karlkonur. Með því afneita þessar karlkonur í raun sínum kvenlegu eiginleikum og svíkja þær konur sem veittu þeim brautargengi – í raun á fölskum forsendum. Eru þessar kenningar að sannast í framsóknarumræðunni um þessar mundir?," spyr Elsa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira