Ríkið gæti sparað 745 milljónir 2. september 2004 00:01 Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjarskiptakostnað næðist sami árangur og af útboði Landspítala-háskólasjúkrahús. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætlar við útboð fjarskipta væri sparnaður ríkisins um 745 milljónir króna; sé miðað við tölur um fjarskiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. "Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur," segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um árabil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjónustuna. "Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sérstaklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum." Júlíus segir samninga um fjarskiptaþjónustu undanþegna útboðum samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: "Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjónustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið takmörkuð sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri." Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samningi með möguleika á framlengingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkisfyrirtækja. Auk Landspítalans-háskólasjúkrahús hefur Íslandspóstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frumkvæði stjórnenda sinna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira
Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjarskiptakostnað næðist sami árangur og af útboði Landspítala-háskólasjúkrahús. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætlar við útboð fjarskipta væri sparnaður ríkisins um 745 milljónir króna; sé miðað við tölur um fjarskiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. "Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur," segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um árabil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjónustuna. "Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sérstaklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum." Júlíus segir samninga um fjarskiptaþjónustu undanþegna útboðum samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: "Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjónustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið takmörkuð sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri." Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samningi með möguleika á framlengingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkisfyrirtækja. Auk Landspítalans-háskólasjúkrahús hefur Íslandspóstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frumkvæði stjórnenda sinna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira