Dregið í bikarnum hjá konunum 6. ágúst 2004 00:01 Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira
Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira