14 teknir fyrir ölvunarakstur

Fjórtán ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík um helgina vegna ölvunar sem þykir vel í meira lagi. Frá föstudagskvöldi og fram á sunnnudagskvöld voru hátt í 700 bílar stöðvaðir og var þetta afrakstur þess átaks lögreglunnar. Auk þessa kom í ljós að nokkrir voru akandi eftir að hafa verið sviftir ökuréttindum, ökuskírteini voru útrunnin hjá nokkrum og fíkniefni fundust í a.m.k. einum bílnum. Lögregla hefur vakandi auga með ökumönnum í aðdraganda jóla, enda er þá mikið um ýmis konar jólateiti og vilja menn freistast til þess að aka sjálfir heim úr þeim.