Tekinn réttindalaus tvisvar í nótt

Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði réttindalausan ökumann tvisvar í nótt með tæplega fimmtán mínútna millibili og var bíllinn þá tekinn af honum. Í fyrra skiptið fékk farþegi með ökuréttindi að aka bílnum áfram en í síðara skiptið var brotlegi ökumaðurinn einn á ferð og þarf nú að leita að einhverjum með réttindi til að leysa bílinn út.