Afstaðan í auðu seðlunum 17. júní 2004 00:01 Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki. Fréttir Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki.
Fréttir Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira