Innlent

Segir gæsluna vanta rekstrarfé

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Landhelgisgæsluna ekki hafa nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Áður en farið verður út í byggingu nýs varðskips segir hann að tryggja verði fjármagn í þann rekstur sem Landhelgisgæslan er með í dag. "Í fyrra settum við fram breytingartillögu við fjárlögin um að gæslan fengi meira fjármagn, en því var hafnað," segir Guðjón. Grétar Mar Jónsson, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, segir sorglega staðreynd að Landhelgisgæslan fái ekki nægjanlegt fé til að gera út þau varðskip sem til staðar eru. Þá segir hann löngu orðið tímabært að endurnýja flotann og fá nýtt skip. Líka þurfi fjármagn í flugreksturinn því bæði flugvélin og þyrlurnar séu orðnar gamlar. "Auðvitað höfum við efni á því, það er bara spurning um hvað er sett í forgang. Nú á að fara að lækka skattana, svo er líka spurning hvort sé þörf á öllum sendiráðunum sem við höfum úti um allan heim," segir Grétar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×