Innlent

Nauðsyn að huga að nemendunum

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hvetja kennara og foreldra til að sýna börnum á grunnskólaaldri nærgætni og umhyggju nú þegar þau hafi aftur sest á skólabekk eftir langt verkfall kennara. Elín Thorarensen framkvæmdastjóri segir marga foreldra reiða og samtökin vilji reyna að fá þá til að stjórna tilfinningum sínum og huga að hag barnanna. Uppi hafa verið sögusagnir um að foreldrar hafi sagt sig úr samtökunum þar sem þau styðji ekki kennara. Elín staðfestir að hreyfing hafa verið innan samtakanna. Hvað orsaki sé óþekkt: "En það er eins og gengur og gerist. Sumir hafa sagt sig úr samtökunum af því að við tökum of einarða afstöðu með kennurum og aðrir af því við gerum það ekki." Í tilkynningu samtakanna hvetja þau einnigskólastjórnendur og ráðamenn sveitarfélaga til að setja líðan barnanna í öndvegi. Nauðsyn sé að hlúa að börnunum, sem búi við mikið óöryggi vegna verkfallsins. Komið sé að því að taka höndum saman og bæta börnunum þann skaða sem verkfallið hafi valdið þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×