Deilt um stöðu borgarstjóra 2. nóvember 2004 00:01 Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira