Olíufélögin eiga að svara til saka 2. nóvember 2004 00:01 Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Með vísan til almennra lagareglna telja olíufélögin Skeljungur, Olís og Essó að stór hluti brotanna sem samkeppnisráð hefur sektað þau samtals um 2,6 milljarða króna fyrir, sé fyrndur. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs sem var eina fyrirtækið sem ekki fékk afslátt af sektinni og þarf að greiða 1,1 milljarð króna, segist telja að fyrningarreglur almennra hegningarlaga gildi um þessi brot. "Það hefur liðið of langur tími síðan brotin áttu sér stað og þar til að fyrningarfresturinn var rofinn," segir Gestur. "Það er ekki hægt að búa til afturvirkar refsingar. Það er einfaldlega bannað samkvæmt stjórnarskránni." Aðspurður hvort brotin séu ekki það skýr að olíufélögunum beri einfaldlega siðferðileg skylda til að taka út refsingu segir Gestur: "Auðvitað eiga olíufélögin að svara til saka eins og aðrir í samfélaginu. Það er hins vegar okkar mat að framsetning Samkeppnisstofnunar í skýrslunni sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Það er mitt mat að stofnunin sé að ganga miklu, miklu lengra í refsingu sinni en efni standa til um. Ég tel að margt í þessari skýrslu sé hreinlega ekki í neinu samræmi við gögn málsins. Þetta er svo efnismikið, þúsund síður sem ná til átta ára, að það er eins og að tala við vindinn að reyna að tala um einstök tilvik. Það er mjög erfitt fyrir félögin að reyna að svara skýrslu eins og þessari - þetta er allt því bókmenntaverk. Þeir sem hlut eiga að máli skilja kringumstæðurnar allt öðruvísi heldur en Samkeppnisstofnun gerir í mörgum tilvikum." Gestur segir ekkert fyrirtækjanna hafa farið fram á það að vera undanskilið réttarreglunum eins þær séu í landinu. "Það þýðir það líka að þeir sem hlut eiga að máli eiga rétt á því að það sé farið eftir reglunum sem hér gilda. Það er hreinlega rangt að ef menn halda því fram að einu andmæli félaganna lúti að fyrningu. Langstærsti hluti andmælanna sem fóru fyrir samkeppnisráð lutu að þeirri grimmdarlegu ályktun að félögin hafi hagnast um þúsundir milljóna króna með ólögmætum samráðum. Það var leitað til manna sem ekki eru tengdir þessum félögum til að reyna að meta þessar staðhæfingar Samkeppnisstofnunar. Þeirra niðurstöður voru að ályktanir Samkeppnisstofnunar væru hreinlega rangar." Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Essó, sagði að málið væri komið í ákveðinn farveg og vildi ekki tjá sig um málið frekar. Ekki náðist í Andra Óttarsson, lögmann Olís, þar sem hann er erlendis.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira