Innlent

Miklar áhyggjur en fá úrræði

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra var frummælandi í umræðum um áfengisstefnu á Norðurlandaráðsþingi á þriðjudag. Jón varði nýlega samþykkt heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Norðurlandanna þar sem lagt var til samstarf þeirra um að hækka áfengisskatta og að löndin tali einni röddu um þessi mál innan Evrópusambandsins. "Áfengi er ekki eins og hver önnur verslunarvara og þess vegna verður að taka tillit til heilsufarssjónarmiða og hugsanlegra afleiðinga skaðlegrar neyslu", sagði ráðherra. Fram kom í umræðunni að lágt áfengisverð í nágrannalöndum á borð við Þýskalandi, Póllandi og Eistlandi gerði yfirvöldum mjög erfitt um vik að halda áfengissköttum háum. Ulla Maj Wideroos, fjármálaráðherra Finnlands benti á að sterkvínsflaska kostaði 13 evrur í Helsinki en aðeins 3 í Tallinn sem er hálfs annars tíma bátsferða. Hún sagði að áfengisgjald hefði verið lækkað fyrsta mars í ár og ekki kæmi til greina að lækka gjaldið niður á sama stig að nýju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×