Menning

Kokkalandsliðið eldar ólympíumat

Kokkalandsliðið okkar æfir sig nú fyrir ólympíuleika í matreiðslu. Humar, lax, lambahryggvöðvi og önnur eðalhráefni verða að veisluföngum sem dómnefndin á ugglaust eftir að falla fyrir. Liðið hélt sína fyrstu alvöruæfingu nýlega og tvær aðrar eru fyrirhugaðar áður en haldið verður til Erfurt í Þýskalandi en þar verður keppnin haldin í næsta mánuði. Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumaður í Grillinu, er einn ólympíufara. Hann lýsti keppninni lítillega. "Við þurfum að elda fyrir 110 manns á fimm tímum og verðum að geta gert það nánast blindandi. Megum samt vera búnir að undirbúa okkur dálítið. Flokkarnir eru tveir. Annars vegar er heitur matur fyrir 110 manns sem skiptist í forrétti, aðalrétti og eftirrétti og hinsvegar kalt borð sem er skipt í pinnamat, forrétti, aðalrétti, eftirrétti og desertskraut. Við munum stilla kalda borðinu upp í Smáralind þann 2. október og sú sýning verður opin almenningi. Við þurfum að skila því klukkan 8 að morgni og verðum þá búnir að vinna stanslaust við það í sólarhring þannig að pressan er sú sama og verður úti." Uppskrift að forrétti landsliðsins er birt á síðu 3.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.