Viðskipti innlent

Aukið flug austur

Gríðarleg aukning hefur orðið á innanlandsflugi í sumar og segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að enn sé búist við frekari flugumferð. "Við sjáum 15-18 % vöxt frá því á sama tíma í fyrra og aukningin er mest austur á landið. Flug á Egilsstaði hefur aukist um 30 % frá því í fyrra sem tengist að sjálfsögðu starfseminni við Kárahnjúka. Verktakar og aðrir starfsmenn virkjunarinnar eru meirihluti þeirra sem nýta sér flug austur. Það sem af er liðið árinu er afkoman góð og ég held það sé alveg á hreinu að við stöndumst samkeppni. Við byggingu álversins á Reyðarfirði rís 1.800 manna vinnustaður og því má reikna með áframhaldandi uppgangi með haustinu. Það kom okkur hins vegar verulega á óvart hvað flug til Ísafjarðar hefur aukist í sumar." Flugfélag Íslands býður einnig upp á skemmtiferðir frá Akureyri og út í Grímsey en að sögn framkvæmdastjórans hefur 100 % aukning orðið á ferðunum í ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×