Erlent

6 látnir og 17 særðir

Bílsprengja varð sex manns að bana og særði sautján í borginni Baquba, norður af Bagdad, í Írak í morgun. Sprengjan sprakk fyrir utan hús ríkisstjóra á svæðinu sem var fluttur á spítala en ekki er vitað um afdrif hans. Harðir bardagar hafa geisað í hverfum sjíta-múslima í nokkrum borgum Íraks, þar á meðal í Najaf þar sem átök hafa staðið yfir nær linnulaust í fimm daga. Bandaríkjamenn berjast við herskáa sjíta-múslima og hafa sprengingar og byssuhvellir heyrst víða um borgina. Bandarískar herþyrlur hafa skotið að grafreit í miðju Najafs þar sem höfuðvígi uppreisnarmanna er. Forsætisráðherra íröksku bráðabirgðastjórnarinnar heimsótti borgina í gær og krafðist þess að skæruliðar leggðu niður vopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×