Menning

Heilsueflandi jólagjafir

essa dagana eru starfsmannastjórar og forstjórar fyrirtækja farnir að huga að jólagjöfum starfsmanna sinna. Það getur varla talist til tíðinda að margar hefðbundnar jólagjafir eins og áfengi og súkkulaði eru langt frá því að vera heilsusamlegar auk þess sem þær veita einungis stundargleði. Því vil ég hvetja þessa aðila til að hugsa til lengri tíma þegar jólagjafir eru valdar. Hvernig væri að velja gjafir sem geta veitt starfsmönnum tækifæri á að öðlast hreysti, hamingju, lífsgleði, hugarró, orku og úthald? Slíkar gjafir munu gagnast báðum aðilum. Aðgangskort í líkamsrækt, jóga, sund eða námskeið sem hvetja til annars konar hreyfingar gætu komið til greina. Bækur sem hvetja til bættrar heilsu, aukinnar hamingju, yfirvegunar og aukinnar lífsgleði eru einnig góð gjöf. Námskeið í samskiptum, ræðumennsku, slökun og hugeflingu svo eitthvað sé nefnt hafa margföld heilsueflandi áhrif. Framboðið af þessu efni á Íslandi er alltaf að aukast og því er um auðugan garð að gresja. Áður fyrr þegar súkkulaði og áfengi voru munaðarvörur þótti það góður pakki sem innihélt slíkar vörur. En nú á dögum er framboðið slíkt að ekki þarf hvatningar við frá vinnuveitendum. Því er viturlegt að hugsa til frambúðar og velja heilsueflandi jólagjafir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×