Örlög borgarstjóra gætu ráðist í dag 8. nóvember 2004 00:01 Þrýstingur á að Þórólfur Árnason, borgarstjóra eykst nú enn og gætu örlög hans ráðist í kvöld fari svo sem horfir að félagsfundur vinstri grænna álykti að hann eigi að taka pokann sinn. Stjórn félagsins hefur slíka ályktun í smíðum."Hún verður í þá átt að hann verði að víkja", segir Þorleifur Gunnlaugsson, varaformaður vinstri grænna í Reykjavík. Hann segir félagsmenn sem hann hafi rætt svo til einróma í þeirri afstöðu. Fundur félagsins í kvöld er ályktunarbær en áður fundar stjórnin með borgarfulltrúum. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar segir stöðuna óbreytta. Hins vegar áréttar hann að hann hafi aldrei sagt að borgarstjórinn verði að víkja, þótt hann hafi sagt fyrir viku að hann gæti ekki lýst stuðningi við hann. Borgarfulltrúar í öðrum flokkum R-listans viðurkenna að örlög borgarstjóra geti ráðist á fundi vinstri grænna. "Menn vilja ógjarnan að það líti út eins og við sprengjum R-listann" segir maður í innsta hring. Hugsanlegt er að opnað verði á minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins er stuðningur innan borgarstjórnarmeirihlutans við Þórólf að fjara út, ekki síður meðal Samfylkingar og Framsóknarmanna en vinstri- grænna. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vísar því hins vegar á bug að flokkurinn hafi rætt við Sjálfstæðismenn um nýjan meirihluta: "Málið er í skoðun, úrslit mun fást mjög fljótlega". Umræður um arftaka Þórólfs Árnasonar halda áfram enda gengið út frá því sem vísu að hann fari, eigi R listasamstarfið að halda áfram. Nafn Helgu Jónsdóttur, borgarritara hefur verið nefnt en vitað er að verði leitað út fyrir raðir borgarfulltrúa beinist sjónir manna að konu. Sjálfstæðismenn una sínum hag vel í vandræðum R-listans. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi sagði í gær: "Við höfum ekkert nema góða kosti í stöðunni." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þrýstingur á að Þórólfur Árnason, borgarstjóra eykst nú enn og gætu örlög hans ráðist í kvöld fari svo sem horfir að félagsfundur vinstri grænna álykti að hann eigi að taka pokann sinn. Stjórn félagsins hefur slíka ályktun í smíðum."Hún verður í þá átt að hann verði að víkja", segir Þorleifur Gunnlaugsson, varaformaður vinstri grænna í Reykjavík. Hann segir félagsmenn sem hann hafi rætt svo til einróma í þeirri afstöðu. Fundur félagsins í kvöld er ályktunarbær en áður fundar stjórnin með borgarfulltrúum. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar segir stöðuna óbreytta. Hins vegar áréttar hann að hann hafi aldrei sagt að borgarstjórinn verði að víkja, þótt hann hafi sagt fyrir viku að hann gæti ekki lýst stuðningi við hann. Borgarfulltrúar í öðrum flokkum R-listans viðurkenna að örlög borgarstjóra geti ráðist á fundi vinstri grænna. "Menn vilja ógjarnan að það líti út eins og við sprengjum R-listann" segir maður í innsta hring. Hugsanlegt er að opnað verði á minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins er stuðningur innan borgarstjórnarmeirihlutans við Þórólf að fjara út, ekki síður meðal Samfylkingar og Framsóknarmanna en vinstri- grænna. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vísar því hins vegar á bug að flokkurinn hafi rætt við Sjálfstæðismenn um nýjan meirihluta: "Málið er í skoðun, úrslit mun fást mjög fljótlega". Umræður um arftaka Þórólfs Árnasonar halda áfram enda gengið út frá því sem vísu að hann fari, eigi R listasamstarfið að halda áfram. Nafn Helgu Jónsdóttur, borgarritara hefur verið nefnt en vitað er að verði leitað út fyrir raðir borgarfulltrúa beinist sjónir manna að konu. Sjálfstæðismenn una sínum hag vel í vandræðum R-listans. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi sagði í gær: "Við höfum ekkert nema góða kosti í stöðunni."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira