Plastað prjón er spennandi 11. júní 2004 00:01 Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðrum konum, og selur þar hönnun sína, tobba-design. Fatnaður hefur lengi verið Þorbjörgu hugleikinn. Hún hefur tekið þátt í fatahönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. "Þetta er oft útgangspunkturinn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfirbragð." Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. "Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þróun hjá mér." Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og núna eru regnkápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verksmiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðjuna upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. "Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hagkvæma rekstrareiningu, framleiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans." Það er ýmislegt fleira en plastprjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkjast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðjunni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir á torbjorg@internet.is. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðrum konum, og selur þar hönnun sína, tobba-design. Fatnaður hefur lengi verið Þorbjörgu hugleikinn. Hún hefur tekið þátt í fatahönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. "Þetta er oft útgangspunkturinn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfirbragð." Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. "Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þróun hjá mér." Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og núna eru regnkápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verksmiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðjuna upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. "Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hagkvæma rekstrareiningu, framleiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans." Það er ýmislegt fleira en plastprjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkjast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðjunni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir á torbjorg@internet.is.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira