Plastað prjón er spennandi 11. júní 2004 00:01 Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðrum konum, og selur þar hönnun sína, tobba-design. Fatnaður hefur lengi verið Þorbjörgu hugleikinn. Hún hefur tekið þátt í fatahönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. "Þetta er oft útgangspunkturinn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfirbragð." Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. "Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þróun hjá mér." Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og núna eru regnkápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verksmiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðjuna upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. "Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hagkvæma rekstrareiningu, framleiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans." Það er ýmislegt fleira en plastprjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkjast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðjunni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir á torbjorg@internet.is. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðrum konum, og selur þar hönnun sína, tobba-design. Fatnaður hefur lengi verið Þorbjörgu hugleikinn. Hún hefur tekið þátt í fatahönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. "Þetta er oft útgangspunkturinn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfirbragð." Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. "Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þróun hjá mér." Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og núna eru regnkápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verksmiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðjuna upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. "Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hagkvæma rekstrareiningu, framleiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans." Það er ýmislegt fleira en plastprjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkjast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðjunni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir á torbjorg@internet.is.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira