Hollur matur er alls ekki dýrari 11. júní 2004 00:01 Athyglin hefur beinst að háu matvælaverði á Íslandi undanfarna daga og margir setja hollustuna einmitt fyrir sig sökum þess að hún sé dýrari en óhollustan. En er það tilfellið? Breyttar matarvenjur Íslendinga hafa leitt til þess að allt alls konar heilsufæði fæst nú í almennum matvöruverslunum og í könnun sem Manneldisráð gerði í nóvember á síðasta ári í samvinnu við ASÍ kom í ljós að það er ódýrara að fylgja ráðleggingum um hollt mataræði en að velja mat í samræmi við algengar neysluvenjur Íslendinga. Könnunin var gerð í átta stærstu verslanakeðjunum, sem samtals endurspegla ríflega 90% markaðar á svæðinu. Reiknað var vegið meðalverð hverrar vöru, í samræmi við markaðshlutdeild verslana og valin ódýrasta tegund hverrar vöru í öllum verslunum. Það kostar 125 krónur á dag að fylgja ráðleggingum um 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag. Til að lifa hollu lífi þarf að minnka neyslu á sykri, kökum, sætindum, ís og gosdrykkjum. Þeir sem borða þessar vörur að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Eitt algengt súkkulaðistykki er til dæmis á við þrjár lítið smurðar brauðsneiðar í hitaeiningum og barnastærð af ís hefur jafnmargar hitaeiningar og þrjú glös af léttmjólk. Meðalverð á barnaís er um130 krónur en þrjú glös af léttmjólk kosta 45 krónur. Ef er sett ein skeið af skyri, einn banani og klaki í mjólkurglas og hrært vel í blandara er kominn fyrirtaks drykkur sem gefur mun meiri næringu og færri hitaeiningar en ísinn og kostar mun minna. Með því að velja hollustu í innkaupakörfuna og kaupa lítið af sætindum og ekkert gos má spara umtalsverða fjárhæð, eða 18.852 kr á mann í matarinnkaupum á ári. Heilsa Matur Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Athyglin hefur beinst að háu matvælaverði á Íslandi undanfarna daga og margir setja hollustuna einmitt fyrir sig sökum þess að hún sé dýrari en óhollustan. En er það tilfellið? Breyttar matarvenjur Íslendinga hafa leitt til þess að allt alls konar heilsufæði fæst nú í almennum matvöruverslunum og í könnun sem Manneldisráð gerði í nóvember á síðasta ári í samvinnu við ASÍ kom í ljós að það er ódýrara að fylgja ráðleggingum um hollt mataræði en að velja mat í samræmi við algengar neysluvenjur Íslendinga. Könnunin var gerð í átta stærstu verslanakeðjunum, sem samtals endurspegla ríflega 90% markaðar á svæðinu. Reiknað var vegið meðalverð hverrar vöru, í samræmi við markaðshlutdeild verslana og valin ódýrasta tegund hverrar vöru í öllum verslunum. Það kostar 125 krónur á dag að fylgja ráðleggingum um 500 grömm af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag. Til að lifa hollu lífi þarf að minnka neyslu á sykri, kökum, sætindum, ís og gosdrykkjum. Þeir sem borða þessar vörur að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Eitt algengt súkkulaðistykki er til dæmis á við þrjár lítið smurðar brauðsneiðar í hitaeiningum og barnastærð af ís hefur jafnmargar hitaeiningar og þrjú glös af léttmjólk. Meðalverð á barnaís er um130 krónur en þrjú glös af léttmjólk kosta 45 krónur. Ef er sett ein skeið af skyri, einn banani og klaki í mjólkurglas og hrært vel í blandara er kominn fyrirtaks drykkur sem gefur mun meiri næringu og færri hitaeiningar en ísinn og kostar mun minna. Með því að velja hollustu í innkaupakörfuna og kaupa lítið af sætindum og ekkert gos má spara umtalsverða fjárhæð, eða 18.852 kr á mann í matarinnkaupum á ári.
Heilsa Matur Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira