Viðskipti innlent

Mikil ólga innan Íslandsbanka

Ekki er útilokað að frekari breytingar verði meðal starfsmanna Íslandsbanka í kjölfar uppsagnar aðstoðarforstjóra hans. Heimildarmenn Stöðvar 2 segja mikla ólgu meðal þeirra og að deilan snúist um forstjóra bankans. Ástæðan sem gefin var upp fyrir uppsögn Jóns var sú að hann hefði ráðið Svein Hannesson útibússtjóra í Lækjargötu. Bankaráð bankans var kallað saman til aukafundar í gær þar sem málið var rætt. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 klofnaði ráðið í tvennt í afstöðu til málsins. Úlfar Steindórsson var á móti uppsögn Jóns en Einar Sveinsson formaður og Karl Wernersson fylgjandi og fylgdu Jón Snorrason, Steinunn Jónsdóttir og Róbert Melax þeim að málum. Heimildir innan bankans telja ákvörðun Bjarna að segja Jóni upp tengjast presónu Bjarna og hann hafi viljað losa sig við Jón. Ýmsir innan bankans telja þetta ekki endalokin á hreinusunum innan Íslandsbanka og telja jafnvel að fleiri eigi eftir að fjúka. Þá telja menn ekki útlilokað að ýmsir starfsmenn bankans hugsi sér til hreyfings.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×