Innlent

Fengu ekki umbeðin gögn

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mættu ekki til fundar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í gær, þar sem afgreidd var viljayfirlýsing um samningaviðræður Orkuveitunnar og Ogvodafone um kaup á Línu.net sem er í eigu Orkuveitunnar. Í tilkynningu frá þeim Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, segir að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafi lofað því að afhenda þeim umbeðin gögn um fjárhagsmálefni Línu.net fyrir fundinn en gengið á bak orða sinna. Útilokað væri fyrir þau að mæta til fundar, þar sem taka ætti ákvarðnir í milljarðaiðskiptum, án þess að hafa til þess nægilegar upplýsingar. Í bókun meirihlutans á stjórnarfundi í Orkuveitunnar lýsir hann yfir undrun á fjarveru sjálfstæðismanna. Þar segir að skriflegum fyrirspurnum þeirra hafi verið svarað fyrir fundinn. Einu upplýsingarnar sem sjálfstæðismenn hafi beðið um en ekki fengið væru skýrslur endurskoðenda til stjórnar Línu.net, en að mati endurskoðanda Línu.net væri óeðlilegt að afhenda öðrum þær en stjórnarmönnum Línu.nets.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×