Samfylking vill rannsókn á Símanum 27. september 2004 00:01 Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel." Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel."
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent