Innlent

Sjö menn handteknir í nótt

Lögreglan í Reykjavík handtók fimm menn sem voru saman í bíl í gærkvöldi og flutti þá á lögreglustöðina til yfirheyrslu eftir að fíkniefni og tól til neyslu þeirra fundust í bílnum. Mennirnir eru ekki grunaðir um sölu fíkniefna og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum en eiga yfir höfði sér sektir fyrir vörslu og neyslu fíkniefna. Lögreglumenn í borginni lentu einnig í hörkuátökum við tvo ölvaða menn á fjórða tímanum í nótt sem endaði með því að óróaseggirnir voru handjárnaðir og fluttir í fangageymslur. Upphaflega veittu lögreglumenn mönnunum athygli á Kringlumýrarbraut þar sem þeir höfðu ekki vald á bíl sínum og voru rétt búnir að aka utan í lögreglubílinn og upp á eyju. Þeir sinntu ekki stöðvunarmerkjum og veittu lögreglumenn á tveimur bílum mönnunum eftirför sem lauk á Suðurlandsbraut þar sem slagsmálin hófust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×