Innlent

Hörð mótmæli vegna bifreiðagjalda

Stjórnin bendir á að frumvarp fjármálaráðherar um hækkun skattsins sem nú liggur fyrir alþingi geri ráð fyrir að gjaldið hækki í 6,83 krónur á hvert kíló og í 9,21 á hvert kíló umfram það.  Ef bifreiðagjaldið miðaðist við af þróun verðlags frá 1988, væri það nú um 4,76 krónur fyrir hvert kíló af eigin þyngd bifreiðar.  "Sú breyting sem lögð er til í frumvarpinu nú er yfir 43% hækkun umfram verðlagsþróun frá því að þessi ósanngjarni skattur var fyrst álagður," segir í samþykkt stjórnarinnar. "Öfugt við það sem stendur í frumvarpinu þá hefur bifreiðagjaldið hækkað langt umfram almenna verðlagsþróun á síðustu árum. Hér ekki verið að leggja til "leiðréttingu" í samræmi við þróun verðlags heldur er verið að leggja þyngri byrðar á fólkið í bílnum, fjölskyldurnar í landinu, með hertri skattheimtu á það heimilistæki sem þær eiga hvað erfiðast með að vera án."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×