Innlent

Biskup vill mannréttindi á fjárlög

Biskupsstofa hefur hvatt Alþingismenn til að veita Mannréttindaskrifstofu Íslands rekstrarfé á fjárlögum. Í bréfi sem Karl Sigurbjörnsson, biskup undirritar segir að rekstur stofunnar tryggi að á landinu starfi óháður eftirlitsaðili á sviði mannréttindamála. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt til að hætt verði að styrkja skrifstofuna. Mannréttindaskrifstofan hefur meðal annars gefið skýrslur til alþjóðastofnana um starfsemi stjórnvalda á sviði mannréttinda og veitt umsagnir um lagafrumvörp og sinnt fræðslu um mannréttindamál. Biskupsstofa var meðal stofnaðila Mannréttindaskrifstofu Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×