Íslenska ríkið líklega bótaskylt 7. júlí 2004 00:01 Íslenska ríkið verður að öllum líkindum bótaskylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljósvakamarkaði verði nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum að lögum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hélt í gær. Ástæðan fyrir bótaskyldu er sú að í nýju lögunum mun útvarpsréttarnefnd geta afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin taka gildi 2007. Í fjölmiðlalögunum sem samþykkt voru frá Alþingi í vor og forseti synjaði staðfestingar var útvarpsleyfum leyft að renna út. "Í gagnrýni á þessi nýju lög hefur verið bent á að þetta ákvæði sé mikil þrenging á réttindum starfandi ljósvakamiðla. Má það hugsanlega til sanns vegar færa," sagði Bjarni. Benti hann á að í nefndaráliti allsherjarnefndar, sem hann fer með formennsku fyrir, hafi verið gerð athugasemd við sams konar ákvæði sem voru í lögunum fyrir síðustu breytingar á þeim. Hugsanlegt sé að nýju lögin brjóti í bága við 72. grein stjórnarskrárinnar er varðar eignarrétt. "Það þýðir þó ekki að lögin sem slík brjóti í bága við stjórnarskrána," sagði Bjarni. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði meðal annars á fundinum að með nýju gildistökuákvæði geti forseti Íslands ekki notað sömu rök og áður ef hann synjaði þeim staðfestingar. Spurningar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu myndu vakna að nýju og væri forsetinn þá "kominn enn dýpra í stjórnmáladeilur samtímans," að því er Geir sagði. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
Íslenska ríkið verður að öllum líkindum bótaskylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljósvakamarkaði verði nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum að lögum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hélt í gær. Ástæðan fyrir bótaskyldu er sú að í nýju lögunum mun útvarpsréttarnefnd geta afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin taka gildi 2007. Í fjölmiðlalögunum sem samþykkt voru frá Alþingi í vor og forseti synjaði staðfestingar var útvarpsleyfum leyft að renna út. "Í gagnrýni á þessi nýju lög hefur verið bent á að þetta ákvæði sé mikil þrenging á réttindum starfandi ljósvakamiðla. Má það hugsanlega til sanns vegar færa," sagði Bjarni. Benti hann á að í nefndaráliti allsherjarnefndar, sem hann fer með formennsku fyrir, hafi verið gerð athugasemd við sams konar ákvæði sem voru í lögunum fyrir síðustu breytingar á þeim. Hugsanlegt sé að nýju lögin brjóti í bága við 72. grein stjórnarskrárinnar er varðar eignarrétt. "Það þýðir þó ekki að lögin sem slík brjóti í bága við stjórnarskrána," sagði Bjarni. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði meðal annars á fundinum að með nýju gildistökuákvæði geti forseti Íslands ekki notað sömu rök og áður ef hann synjaði þeim staðfestingar. Spurningar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu myndu vakna að nýju og væri forsetinn þá "kominn enn dýpra í stjórnmáladeilur samtímans," að því er Geir sagði.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira