Menning

Fiskur sem ég get treyst

Hallveig Thorlacius borðar mikinn fisk og þegar hún fer til útlanda er það fiskurinn og sundlaugarnar sem hún saknar mest. Á Íslandi finnur hún þetta tvennt mjög nálægt hvort öðru, hún syndir í Laugardalslauginni og kaupir svo fisk á eftir: "Fiskbúðin mín á Sundlaugarveginum er alveg rosalega góð og þar fæst fiskur sem maður getur algerlega treyst. Ég treysti mér ekki til að fara út í verðsamanburð við aðrar fiskbúðir en mér finnst ég gera góð kaup að því leyti að fiskurinn er alltaf fullkomlega ferskur og úrvalið er gott og mikið. Svo bjóða þeir líka upp á ýmsar smávörur svo sem rúgbrauð, egg og kartöflur og þeir passa alltaf upp á að allt sé svo gott. Starfsfólkið er mjög indælt, hressir ungir menn sem hafa skoðun á öllu milli himins og jarðar. Ég held að búðin sé svona góð af því að þeir eru svo duglegir að fara snemma á fætur og keyra langa leið til að sækja besta fiskinn." Er Hallveig ekkert feimin við að ljóstra upp leyndarmálinu sínu um fiskbúðina góðu? "Mér sýnist nú að hálf þjóðin viti nú þegar af henni. Ég hitti fólk í þessari fiskbúð sem ég veit ekki betur en að eigi heima hinum megin í bænum og þegar ég spyr hvort það sé flutt í hverfið þá segir það nei, þetta er bara besta fiskbúð í bænum."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.