Lífið

Beðið eftir Hárinu

Mikil eftirvænting virðist vera að skapast fyrir rokksöngleikinn Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ á föstudaginn. Sannkölluð rokktónleikastemning ku svífa yfir uppsetningu Rúnars Freys Gíslasonar og ljósabúnaðurinn í Austurbæ er sá flottasti sem notaður hefur verið í leiksýningu hér á landi. Hárið er forsýnt í dag en á frumsýningunni á föstudaginn ætla flestallir leikarar og aðstandendur sýningarinnar sem Baltasar Kormákur setti upp fyrir tíu árum að hittast aftur og gera sér glaðan dag. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sá hópur mætist á ný en í hópi þeirra sem slógu eftirminnilega í gegn í söngleiknum fyrir tíu árum er Margrét Vilhjálmsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, og Margrét Eir. Rúnar Freyr, sem leikstýrir söngleiknum nú, var jafnframt í sýningunni fyrir tíu árum ásamt Hilmi Snæ, sem leikur á ný í Hárinu í Austurbæ. Hilmir fer þar með hlutverk Hud, svertingjans sem Ingvar E. Sigurðsson lék fyrir tíu árum, en farið er óvenjulega leið með hlutverkið í nýju uppfærslunni. Spurningin er bara sú með hvorum hópnum þeir Hilmir Snær og Rúnar Freyr fagna á föstudagskvöldinu. Þeim nýja eða gamla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.