Menning

Suðrænar fiskibollur

Ef ódáinsfæða er til þá hlýtur þessi réttur að teljast þar með. Tómatarnir bústnir af andoxunarefnum og fiskurinn og eggin rík af uppbyggjandi próteinum og olíum. Ekki sakar að rétturinn er ljúffengur og matreiðslan einföld. Fiskfars 700 g fiskhakk 600 kr. 2 egg 40 kr. 1 skalotlaukur (fínt saxaður) 2 kartöflur (rifnar með fínu rifjárni) salt og pipar Sósa 1 hvítlauksgeiri (fínt saxaður) 2 msk. ólífuolía 1 dós Hunts-tómatar, teningaðir með hvítlauk 120 kr. 1 tsk. þurrkaðar jurtir frá Provence 1 msk. balsam edik 1 lúka fersk basilika Útbúið fiskfarsið í matvinnsluvél eða hrærivél. Hrærið allt saman þar til það myndar gott fars. Myndið bollur með skeið og steikið þær á pönnu í ólífuolíu um tvær mínútur á hvorri hlið eða þangað til þær eru gullinbrúnar og fallegar á báðum hliðum. Setjið bollurnar til hliðar og haldið heitum á meðan sósan er útbúin. Steikið hvítlauk og Provence-jurtirnar í ólífuolíu þar til olían ilmar vel. Setjið þá tómatana út í og látið sósuna malla svolitla stund. Bætið balsamediki og saxaðri basiliku út í að lokum. Berið fram með soðnum kartöflum. Gott að rífa parmaost yfir. Kostnaður samtals um 900 kr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.