Menning

Gúrkur í hnetusósu

1 gúrka salt 1 laukur eða rauðlaukur 1 hvítlauksgeiri 2 cm bútur af engifer 2 msk. olía 3-4 msk. jarðhnetur (má nota salthnetur) nokkur blöð af kínakáli, grófsöxuð 1 lítil dós ananas í bitum 1 msk. sojasósa 1 dl hnetusmjör ananas- eða appelsínusafi nýmalaður pipar chili- eða cayennepipar á hnífsoddi Gúrkan flysjuð með flysjunarjárni eða ostaskera, skorin í tvennt eftir endilöngu og hvor helmingur síðan í um 1 cm þykkar sneiðar. Sett í sigti salti stráð yfir og látið standa í um hálftíma. Þá er saltið skolað af gúrkunni í köldu, rennandi vatni og síðan látið renna vel af henni. Laukurinn saxaður og hvítlaukur og engifer saxað smátt. Olían hituð í wok-pönnu eða á venjulegri, þykkbotna pönnu og laukur, hvítlaukur og engifer steikt í 1-2 mínútur án þess að brenna. Jarðhnetum og kínakáli bætt á pönnuna og 1-2 mínútum síðar gúrkunni og ananasinum. Sojasósunni hrært saman við og síðan hnetusmjöri. Látið sjóða við meðalhita í 2-3 mínútur og þynnt með ananassafa (úr dósinni) eða appelsínusafa eftir þörfum. Kryddað með pipar og chilipipar, smakkað til og síðan borið fram með soðnum hrísgrjónum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.