Innlent

Konan á batavegi

Ekki er vitað hvað olli því bílslysi á Þjórsárdalsvegi að morgni sunnudags en lögreglan á Selfossi og Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsakar málið. Ljóst er að bílnum var ekið út á hægri vegaröxl og svo aftur inn á veginn þar sem hann valt. Talið er að hann hafi farið fleiri en eina veltu. Tveir menn létust í slysinu, Íslendingur sem ók bílnum og farþegi sem var 35 ára Brasilíumaður að nafni Stefan Bernard Kahn. Hann var hér á landi sem ferðamaður og var einn á ferð. Auk þeirra tveggja voru í bílnum Breti og bandarísk hjón með tvö börn sín. Móðirin var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna innvortis blæðinga. Líðan hennar er nú stöðug að sögn lækna. Hún er komin úr öndunarvél og er á batavegi. Aðrir úr hópnum eru við góða heilsu. Lögreglan á Selfossi tók í gær skýrslur af þremur sem voru í bílnum en verkið klárast sennilega ekki fyrr en í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×