Viðskipti innlent

Hagnaður MP 420 milljónir

Hagnaður MP Fjárfestingarbanka á fyrri hluta ársins nam 511,7 milljónum króna miðað við 247,7 milljónir allt árið í fyrra. Hagnaður eftir skatta var 421,4 milljónir króna. Eigið fé MP Fjárfestingarbanka þann 30. júní nam kr. 1.321,3 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Greiddur var arður að fjárhæð 109, 2 milljónir króna til hluthafa á tímabilinu. Niðurstöðutala efnahagsreiknings var 8,3 milljarðar króna en var 4,8 milljarðar í árslok 2003. Í tilkynningu frá bankanum segir að reksturinn hafi gengið mjög vel á tímabilinu. Umsvif í viðskiptum með skuldabréf voru aukin verulega og gerðist bankinn m.a. aðalmiðlari ríkisverðbréfa og hóf að sölutryggja skuldabréf sveitarfélaga. Stækkun efnahagsreikningsins má að miklu leyti rekja til þessa en á tímabilinu minnkaði eign bankans í innlendum hlutabréfum verulega. Í júlí gerðist MP Fjárfestingarbanki síðan einn fimm viðskiptavaka með nýja flokka íbúðabréfa sem leystu húsbréfin af hólmi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×