Viðskipti innlent

Verðbólgan étur launahækkanir

Verðbólga var 3,9 prósent í desember og hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða. Líkur eru á enn meiri verðbólgu í janúar að mati Alþýðusambands Íslands. Laun hafa hækkað að meðaltali um 5,4 prósent. Verðbólgan hefur verið 3,8 prósent og hefur étið upp stóran hluta af launahækkunum. Í tilkynningu frá ASÍ segir að þar sem laun á almennum vinnumarkaði hækki um fimm prósent þann fyrsta janúar megi búast við nokkurri kaupmáttaraukningu þrátt fyrir verðbólguna. Ef svo fari fram sem horfi í verðlagsmálum dragi hins vegar mikið úr henni þegar líður fram á næsta ár. Fjármálaráðuneytið segir að hækkun verðbólgunnar megi skrifa að hálfu leyti á verðhækkanir á húsnæði og olíu. Í Vefriti Fjármálaráðuneytisins er tekið til þess að hærra gengi íslensku krónunnar hafi ekki skilað sér í verðlækkun á innfluttum vörum. Það geti bent til þess að innflytjendur hafi notað tækifærið og hækkað verðið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×