Þorgerður útilokar ekki inngrip 22. september 2004 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær. Þorgerður segir ekki tímabært að segja til hvaða aðgerða hún gripi. "Það eru ákveðnar leiðir í stöðunni sem hægt væri að fara. Algerlega ótímabært er að ræða þær," segir Þorgerður Katrín. Hún gaf ekki upp hvenær tímabært væri að grípa inn í deilu kennara og sveitarfélaganna. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðsfæðingur og lekor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir það neyðarúrræði grípi stjórnvöld til aðgerða vegna verkfalls kennara. Sú leið sem stjórnvöldum sé fær til að stöðva verkfallið sé setning bráðabirgðalaga. "Verkfallinu er þá aflýst og starfsmenn hverfa aftur til starfa," segir Gylfi. Deilan standi eftir óleyst og líklegast í mikilli óþökk verkalýðshreyfinga. Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, mætti á fund menntamálaráðherra í gær til að benda á ósanngirni þess að verkfall kennara bitnaði á börnum en ekki vinnuveitendum. "Þorgerður er yfirmaður menntamála í landinu. Ég er persónulega á þeirri skoðun að hún þurfi að axla þá ábyrgð og grípa inní deilu sveitarfélaga og kennara á einhvern hátt," sagði Bergþóra og bætti við: "Það er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins að börnin fái þá menntun sem þau eiga heimtingu á samkvæmt lögum. Ég get ekki séð að ráðuneytið geti þvegið hendur sína að því." Elín Thorarensen, stjórnarmaður Heimilis og skóla - Landssamtaks foreldra, sat einnig fundinn. Hún segir óábyrgt af sveitarfélögum og kennurum að fara í verkfall: "Þeir eru búnir að hafa sex mánuði til að leysa deiluna. Að sjálfsögðu áttu þeir að vera búnir að því áður en verkfall skall á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira