Höfðu útilokað afturköllun 6. júlí 2004 00:01 Síðasta fimmtudagskvöld, kvöldið áður en ríkisstjórnarfundur um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu var boðaður, spurði Fréttablaðið Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, hvort ekki kæmi til greina að draga fjölmiðlalögin einfaldlega til baka. Svaraði Illugi að engar líkur væru á að svo yrði gert því afar ólíklegt væri að það stæðist stjórnarskrána. Í 26. grein komi skýrt fram að leggja skuli frumvarpið undir atkvæði allra kosningabærra manna. Ríkisstjórnin myndi einfaldlega ekki komast upp með það. Björn kallar afturköllun brellibrögðBjörn Bjarnason dómsmálaráðherra tók einnig alfarið fyrir þann möguleika að Alþingi afturkallaði fjölmiðlalögin. Í pistli á heimasíðu sinni 3. júní segir hann: "Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einhvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni." Í grein í Fréttablaðinu 1. júní leggur Sigurður Líndal lagaprófessor það til að Alþingi afturkalli fjölmiðlalögin. Þessu svaraði Björn Bjarnason tveimur dögum síðar: "Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni," segir Björn. Í sama pistli segir Björn jafnframt að það sé "...ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu." Björn breytir pistli sínumFréttablaðið sendi Birni fyrirspurn í tölvupósti kl. eitt í gær þar sem hann var spurður hvort hann stæði enn við ummæli sín varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og afturköllun fjölmiðlalaganna sem hann birti á heimasíðu sinni 3. júní? Þess má geta að Björn er staddur í Kína. Í kjölfar fyrirspurnar Fréttablaðsins var textanum í pistli Björns breytt tvívegis á heimasíðunni. Fyrst var orðið "brellur" tekið út og textinn var: "Ef slíku yrði beitt...". Stuttu síðar var textanum breytt á ný og orðið "brellur" sett innan gæsalappa. Textinn er nú svohljóðandi: "Ef slíkum "brellum" yrði beitt...". Björn svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins svohljóðandi: "Ég stend við, að unnt er að líta á þetta sem Sigurður Líndal var að kynna sem brellu. Ríkisstjórnin hefur valið aðra leið en hann gerði með því að gera ráð fyrir að fresta gildistöku laganna fram yfir næstu þingkosningar, þannig að kjósendum gefst færi á að segja álit sitt á þeim á sama hátt og þeir segja álit sitt á breytingum á stjórnarskránni." "Á þeim mánuði, sem liðinn er síðan ég skrifaði þetta, er ljóst, að það stefnir í deilur um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar vegna þess hve 26. gr. stjskr. er illa úr garði gerð. Það er hlutverk ríkisstjórnar að stuðla að sem mestum friði í þjóðfélaginu og með þeirri leið, sem hún og þingflokkar hennar hafa valið, er það gert auk þess sem þingræðisreglan er enn áréttuð," sagði Björn í svari sínu. Sjálfstæðismenn fyrri til að tjá sigFormenn ríkisstjórnarflokkanna voru staddir á NATO-fundi í Istanbul daginn sem starfshópur ríkisstjórnarinnar skilaði tillögum sínum um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu og tjáðu sig því ekki um málið samdægurs. Fljótlega fór að spyrjast út að ekki væri einhugur milli ríkisstjórnarflokkanna um hvaða mörk ætti að miða við varðandi skilyrði um hlutfall kosningabærra manna sem þyrfti til að fella lög úr gildi. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru fyrri til en framsóknarmenn að tjá sig opinberlega um málið. Björn Bjarnason, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður sögðu í fjölmiðlum að þeir teldu að lágmarkið ætti að vera að minnsta kosti 44 prósent. Framsóknarmenn ósáttirAð því er heimildir Fréttablaðsins herma hleyptu þær staðhæfingar illu blóði í þingflokk Framsóknarflokksins. Voru framsóknarmenn á því að hafa helst engin skilyrði, en ef þau yrðu sett skyldu þau vera sem allra næst neðri mörkum tillögu starfshópsins, eða sem næst 25 prósentum. Þegar Davíð og Halldór komu heim frá Istanbul hafði þegar átt sér stað mikil umræða um málið innan þingflokkanna, og þá sér í lagi meðal þingmanna Framsóknarflokksins. Fannst þingmönnum sem Fréttablaðið ræddi við það lýsa miklum hroka þingmanna sjálfstæðisflokksins að koma með yfirlýsingar um málið án þess að ráðfæra sig við samstarfsflokk sinn. Fyrsta verk Halldórs eftir að hann kom heim frá Istanbul var að ráðfæra sig við flokksmenn sína. Að kvöldi fimmtudags sagðist hann hafa rætt við alla þingmenn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lýstu allir þingmenn andstöðu sinni við að setja jafn stíf mörk um vægi atkvæða og sjálfstæðismenn hefðu lýst yfir. Margir voru á því að setja helst engin mörk, en ef öruggt væri að stjórnarskráin leyfði slíkt, ættu mörkin að vera sem næst neðri mörkunum. Fundi slitið eftir korterRíkisstjórnarfundur var boðaður að morgni föstudags. Honum var þó frestað á síðustu stundu og gaf forsætisráðherra fréttamönnum þær skýringar að frumvarpið væri ekki tilbúið. Funduðu ráðherrar beggja flokka hvort í sínu lagi á föstudag. Ríkisstjórnarfundur var haldinn kl. tvö sama dag, en að stundarfjórðungi liðnum var honum slitið og framsóknarmenn gengu út úr stjórnarráðinu. Skýringar Halldórs Ásgrímssonar á þeirri stundu voru þær að ekki hefði enn náðst sátt um málið. Sjálfstæðismenn funduðu áfram í um klukkustund. Af ummælum Davíðs Oddssonar að loknum fundi var ljóst að enn bæri mikið á milli flokka um málið. Ríkisstjórnarfundur var ekki haldinn á laugardaginn en þess í stað funduðu Davíð og Halldór. Nú er ljóst að þá þegar hafi viðræður um þjóðaratkvæðagreiðslu verið gefnar upp á bátinn og þess í stað var verið að ræða um hvernig afturkalla mætti fjölmiðlalögin. Annarra leiða leitaðRíkisstjórnarfundur var haldinn að nýju á sunnudagskvöld. Þar var samþykkt að afturkalla fjölmiðlalögin og leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á sumarþingi. Að loknum ríkisstjórnarfundi héldu báðir þingflokkar fundi þar sem þeim var kynnt áform ríkisstjórnarinnar. Héldu báðir þingflokkar því fram að fullkomin sátt ríki um málið innan þingflokkanna og að mikil ánægja væri meðal þingmanna um framvindu málsins. Að því er Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur skýrt frá í fjölmiðlum var hugmyndinni um afturköllun laganna varpað fram á fundi hans og Halldórs á fimmtudag. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að ríkisstjórnarfundurinn á föstudag hafi verið lokatilraun flokkanna til að ná sátt um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að lending næðist ekki um málið var ákveðið að leysa málið með öðrum hætti. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Síðasta fimmtudagskvöld, kvöldið áður en ríkisstjórnarfundur um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu var boðaður, spurði Fréttablaðið Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, hvort ekki kæmi til greina að draga fjölmiðlalögin einfaldlega til baka. Svaraði Illugi að engar líkur væru á að svo yrði gert því afar ólíklegt væri að það stæðist stjórnarskrána. Í 26. grein komi skýrt fram að leggja skuli frumvarpið undir atkvæði allra kosningabærra manna. Ríkisstjórnin myndi einfaldlega ekki komast upp með það. Björn kallar afturköllun brellibrögðBjörn Bjarnason dómsmálaráðherra tók einnig alfarið fyrir þann möguleika að Alþingi afturkallaði fjölmiðlalögin. Í pistli á heimasíðu sinni 3. júní segir hann: "Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einhvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni." Í grein í Fréttablaðinu 1. júní leggur Sigurður Líndal lagaprófessor það til að Alþingi afturkalli fjölmiðlalögin. Þessu svaraði Björn Bjarnason tveimur dögum síðar: "Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni," segir Björn. Í sama pistli segir Björn jafnframt að það sé "...ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu." Björn breytir pistli sínumFréttablaðið sendi Birni fyrirspurn í tölvupósti kl. eitt í gær þar sem hann var spurður hvort hann stæði enn við ummæli sín varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og afturköllun fjölmiðlalaganna sem hann birti á heimasíðu sinni 3. júní? Þess má geta að Björn er staddur í Kína. Í kjölfar fyrirspurnar Fréttablaðsins var textanum í pistli Björns breytt tvívegis á heimasíðunni. Fyrst var orðið "brellur" tekið út og textinn var: "Ef slíku yrði beitt...". Stuttu síðar var textanum breytt á ný og orðið "brellur" sett innan gæsalappa. Textinn er nú svohljóðandi: "Ef slíkum "brellum" yrði beitt...". Björn svaraði fyrirspurn Fréttablaðsins svohljóðandi: "Ég stend við, að unnt er að líta á þetta sem Sigurður Líndal var að kynna sem brellu. Ríkisstjórnin hefur valið aðra leið en hann gerði með því að gera ráð fyrir að fresta gildistöku laganna fram yfir næstu þingkosningar, þannig að kjósendum gefst færi á að segja álit sitt á þeim á sama hátt og þeir segja álit sitt á breytingum á stjórnarskránni." "Á þeim mánuði, sem liðinn er síðan ég skrifaði þetta, er ljóst, að það stefnir í deilur um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar vegna þess hve 26. gr. stjskr. er illa úr garði gerð. Það er hlutverk ríkisstjórnar að stuðla að sem mestum friði í þjóðfélaginu og með þeirri leið, sem hún og þingflokkar hennar hafa valið, er það gert auk þess sem þingræðisreglan er enn áréttuð," sagði Björn í svari sínu. Sjálfstæðismenn fyrri til að tjá sigFormenn ríkisstjórnarflokkanna voru staddir á NATO-fundi í Istanbul daginn sem starfshópur ríkisstjórnarinnar skilaði tillögum sínum um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu og tjáðu sig því ekki um málið samdægurs. Fljótlega fór að spyrjast út að ekki væri einhugur milli ríkisstjórnarflokkanna um hvaða mörk ætti að miða við varðandi skilyrði um hlutfall kosningabærra manna sem þyrfti til að fella lög úr gildi. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru fyrri til en framsóknarmenn að tjá sig opinberlega um málið. Björn Bjarnason, Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður sögðu í fjölmiðlum að þeir teldu að lágmarkið ætti að vera að minnsta kosti 44 prósent. Framsóknarmenn ósáttirAð því er heimildir Fréttablaðsins herma hleyptu þær staðhæfingar illu blóði í þingflokk Framsóknarflokksins. Voru framsóknarmenn á því að hafa helst engin skilyrði, en ef þau yrðu sett skyldu þau vera sem allra næst neðri mörkum tillögu starfshópsins, eða sem næst 25 prósentum. Þegar Davíð og Halldór komu heim frá Istanbul hafði þegar átt sér stað mikil umræða um málið innan þingflokkanna, og þá sér í lagi meðal þingmanna Framsóknarflokksins. Fannst þingmönnum sem Fréttablaðið ræddi við það lýsa miklum hroka þingmanna sjálfstæðisflokksins að koma með yfirlýsingar um málið án þess að ráðfæra sig við samstarfsflokk sinn. Fyrsta verk Halldórs eftir að hann kom heim frá Istanbul var að ráðfæra sig við flokksmenn sína. Að kvöldi fimmtudags sagðist hann hafa rætt við alla þingmenn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lýstu allir þingmenn andstöðu sinni við að setja jafn stíf mörk um vægi atkvæða og sjálfstæðismenn hefðu lýst yfir. Margir voru á því að setja helst engin mörk, en ef öruggt væri að stjórnarskráin leyfði slíkt, ættu mörkin að vera sem næst neðri mörkunum. Fundi slitið eftir korterRíkisstjórnarfundur var boðaður að morgni föstudags. Honum var þó frestað á síðustu stundu og gaf forsætisráðherra fréttamönnum þær skýringar að frumvarpið væri ekki tilbúið. Funduðu ráðherrar beggja flokka hvort í sínu lagi á föstudag. Ríkisstjórnarfundur var haldinn kl. tvö sama dag, en að stundarfjórðungi liðnum var honum slitið og framsóknarmenn gengu út úr stjórnarráðinu. Skýringar Halldórs Ásgrímssonar á þeirri stundu voru þær að ekki hefði enn náðst sátt um málið. Sjálfstæðismenn funduðu áfram í um klukkustund. Af ummælum Davíðs Oddssonar að loknum fundi var ljóst að enn bæri mikið á milli flokka um málið. Ríkisstjórnarfundur var ekki haldinn á laugardaginn en þess í stað funduðu Davíð og Halldór. Nú er ljóst að þá þegar hafi viðræður um þjóðaratkvæðagreiðslu verið gefnar upp á bátinn og þess í stað var verið að ræða um hvernig afturkalla mætti fjölmiðlalögin. Annarra leiða leitaðRíkisstjórnarfundur var haldinn að nýju á sunnudagskvöld. Þar var samþykkt að afturkalla fjölmiðlalögin og leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á sumarþingi. Að loknum ríkisstjórnarfundi héldu báðir þingflokkar fundi þar sem þeim var kynnt áform ríkisstjórnarinnar. Héldu báðir þingflokkar því fram að fullkomin sátt ríki um málið innan þingflokkanna og að mikil ánægja væri meðal þingmanna um framvindu málsins. Að því er Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur skýrt frá í fjölmiðlum var hugmyndinni um afturköllun laganna varpað fram á fundi hans og Halldórs á fimmtudag. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að ríkisstjórnarfundurinn á föstudag hafi verið lokatilraun flokkanna til að ná sátt um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að lending næðist ekki um málið var ákveðið að leysa málið með öðrum hætti.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira